Merking Kóreska fánans hefur mikla heimspekilega merkingu og á uppruni hans og merking rætur sínar að rekja til speki „Eum-Yang” á kóresku, eða jin og jang. Merking fánans táknar eitthvað sem er án allra takmarka eða eitthvað sem nær eins langt og hugsast getur. Óhætt er því að nefna hann hinn takmarkalausi fáni. Skipta má fánanum upp í þrjá hluta (hvítan bakgrunn, blátt og rautt jang og jin merki fyrir miðju og fjögur þrílínutákn, öll sitt í hvoru horni fánans) sem þó eru mjög tengdir, sjá mynd.

Sterk tengsl eru á milli tákna fánans og taekwondo og er íþróttin byggð að hluta til á þeim heimspekilega grunni sem þessi tákn bera. Verður hvert tákn nú útskýrt, einkum í tengslum við taekwondo.

Mynd. Kóreski fáninn eftir 1882.

© Texti: Írunn Ketilsdóttir