Hvíti liturinn í kóreska fánanum táknar frið en það gerir merking litarins almennt. Einnig merkir hvíti liturinn hreinleika kóresku þjóðarinnar sem hafði elskað að vera í hvítum fötum. Þess vegna hefur kóreska þjóðin verið kölluð „hvíta-ský þjóðin”. Hvítur litur merkir hreinleika, réttlæti, mannkynið og frið eða eitthvað sem er ósnert. Byrjandi byrjar með hvítt belti sem hefur mikla þýðingu í Kóreu. Þegar Tangun, sem var sonur Hwanung, stofnaði Kóreu undir nafninu Choson, var nafnið táknrænt fyrir tilbeiðslu sólarinnar sem táknaði birtu.

Hvíti liturinn þýðir fæðingu eða upphaf (frum uppsprettan) og er miðja grunnlitanna þriggja. Hann táknar upphaf jafnt sem lok, hin endalausa hringrás lífs og dauða. Gult táknar nýja fæðingu, blátt táknar endurfæðingu, rautt táknar ástríðu og svart fullkomnun, eða verklok. Beltalitirnir fimm tákna hina formlegu þjálfun sem lýkur með fullkomnun hins stóra sjálfs.

© Texti: Írunn Ketilsdóttir