Þjóðsagan

Veggmynd sem fannst í konunglegu grafhýsi og sýnir kóreanska glímu.

Þjóðsagan um Dan-Gun er um fyrstu þjóðina sem kallaðist Kóreumenn. Fólkið kom frá Mansjúríu, Norður Kína og Mongólíu. Þetta fólk myndaði ættbálkanna sem stofnuðu gömlu kóreönsku þjóðina. Meðal ættbálkanna var Bjarnar-Totem ættbálkurinn sterkastur. Sagan er byggð á kóreönsku þrenningunni sem samanstóð af Wha-In (Skaparanum), Whan-Ung (Syni skaparans), og Dan Gun (mannlega hluta skaparans).
Samkvæmt þjóðsögunni fékk Whan-Ung leyfi til að byggja ríki dauðlegra á jörðu. Árið 2333 f. Kr. fór hann niður til jarðarinnar með 3000 anda til Ta-Bek fjallsins (á norður hluta kóreanska skagans). Hann kallaði andana til sín undir Pak Tal tréð og skipaði sjálfan sig “Konung alheimsins”. Hann réð yfir konungsríkinu með hjálp “Hershöfðingja Vindsins”, “Rigningarhersins” og “Skýjastjórans”.

Dag einn ákvað hann að taka sér mannlegt form til þess að ráða yfir mannlegu konungsríki. Þetta gerðist þegar hann heyrði samtal milli bjarnar og tígrisdýrs sem sögðust vilja verða að mönnum. Whan-Ung sagði við þau “Hér eru tuttugu hvítlauksgeirar og eitt stykki Artemisia handa hvoru ykkar. Forðist sólarljós í 21 dag og þið verðið að mönnum.” Bæði gerðu það og földu sig í helli en tígrisdýrið með sitt skapbráða eðli entist þetta ekki og fór út. Björninn, með þolinmæði sinni og trú beið í 21 dag og kom út sem fullkomin kona. Fyrsta ósk hennar var að fæða barn og hún kallaði “Gefið mér son!”. Samstundis flaug Whan-Ung framhjá sem vindur og sá konuna á árbakka. Hann flaug í kringum hana, blés á hana og hún varð ólétt. Sonur hennar fæddist á Myo-Hyang fjallinu undir Pak Tal Trénu og kallaðist Dan-Gun Wang-Gum (Herra Pak Tal trésins). Mörgum árum seinna fundu mennirnir úr hinum níu villtu ættbálkum, “Ku-I”, Dan-Gun Wang-Gum, þar sem hann sat undir Pak Tal trénu. Þeir gerðu hann að kóngi sínu. Þetta er grunnurinn að kóreanskri menningu, segir þjóðsagan.

Þýtt úr “History of Taekwon-Do Patterns” eftir Ivan Tzachev.

© Texti: Sigrún Anna Qvindesland