Strákarnir okkar þeir Leo Speight, Ágúst Kristinn Eðvarðsson & Eyþór Jónsson eru komnir til Túnis þar sem þeir munu keppa á World Junior Championships sem haldið verður 8. til 14. apríl. Ágúst og Leo munu einnig keppa á Qualification for Youth Olympic Games sem haldið verður á sama stað 5. til 8. apríl.

TKÍ óskar þeim góðrar ferðar og góðs gengis á mótunum.

Strákarnir okkar í Túnis 2018