Landsliðsúrtökur í bardaga fyrir krakka fædd 2008-2011

By:

Sunnudaginn 30. Janúar opnar TKÍ „Cadet“ landsliðshóp 12-14 ára fyrir nýjum efnilegum krökkum sem hafa brennandi áhuga á bardagahluta taekwondo og eru tilbúin að mæta á landsliðsæfingar einn dag á mánuði.

Þjálfarar

Landsliðsþjálfarinn, Tommy Legind Mortensen frá Danmörku ásamt aðstoðarlandsliðsþjálfara, Helga Rafni Guðmundssyni, yfirþjálfara Keflavíkur, bjóða næsta árgangi fyrir neðan (2011) einnig á æfingarnar til þess að undirbúa þau fyrir að keppa í Cadet aldurshópi.

Cadet hópurinn er undirbúningshópur fyrir Junior(15-17 ára) og Senior(18 ára og eldri) landsliðshópana. Lagður er grunnurinn fyrir framtíðar A-landsliðsfólk Íslands í TKD.

Gráða

Hvað taekwondo gráðu varðar þá er viðmiðið blátt belti 6. geup og hærra en hægt að skoða með lægri gráðu ef um ungan og sérstaklega efnilegan iðkanda er að ræða.

Þrjár æfingar á þremur mánuðum

Fyrsti æfingadagurinn er eins og áður sagði 30 janúar 2022 og fer æfingin fram hjá Taekwondodeild Keflavíkur kl. 12-16 og eru prufurnar alls 3 í janúar, febrúar og mars, og eftir það verður tilkynnt hverjir komast í hópinn, og fá þau sem komast í hópinn landsliðsboli sem notaðir eru á æfingum eftir það.

Það er engin hindrun að krakkar sem vilja komast í hópinn séu í Poomsae „Talent team“ því æfingadagarnir eiga ekki að vera þeir sömu.

Lagt er upp úr góðu samstarfi við foreldra

Foreldrar eru velkomnir að koma og fylgjast með æfingunum á prufutímabilinu og koma inní foreldragrúbbu fyrir samskipti við landsliðsþjálfara.

Vinsamlegast notið skráningarformið á linknum hér að neðan til að skrá ykkar krakka í hópinn.

https://forms.gle/wUdwBbifjS78cBrM8

Foreldrar eru velkomnir að koma og fylgjast með æfingunum á prufutímabilinu ef Covid reglur leyfa þegar æfingar fara fram.

Bestu kveðjur.

Tommy og Helgi