Íslandsmeistarmótið í bardaga 2012 nýasta nýtt!!

By:

Íslandsmótið í bardaga mun vera haldið í íþróttamiðstöðinni á Ásbrú, Reykjanesbæ sunnudaginn 25. mars n.k.. Íþróttahúsið er staðsett við mót Flugvallarbrautar og Grænásbrautar á Ásbrú (gamla herstöðin Vallarheiði). Húsið opnar kl 8 Fundur með dómurum, starfsmönnum og þjálfurum verður kl 9:30 og keppni hefst kl 10:00.

Á staðnum verða seldar veitingar og drykkir og í hádegishlé verður seldur heitur matur

 

Vigtun

Vigtun fer fram laugardaginn 24. samhliða dómaranámskeiðinu í Ármannsheimilinu milli 12-14. Keppendur af Suðurnesjunum geta einnig mætt í vigtun á laugardag kl 20 á Ásbrú. Ef keppendur komast ekki á þessum tíma er hægt að vigta sig fyrir kl 9:00 á sunnudagsmorguninn. ATH að allir keppendur verða að vigta sig inn fyrir mótið og ná sinni skráningarþyngd innan skekkjumarka.,

Varðandi dómara

Félög eru skyldug til að senda eftirtaldan fjölda dómara. Þau félög sem ekki senda dómara greiða sekt 5000 kr pr dómara sem vantar.

Samkvæmt keppendafjölda þessu skulu félög skrá að minnsta kosti dómara með eftirarandi réttindi. Auðvitað því fleiri dómarar því betur mun mótið ganga fyrir sig og því ekkert að fyrirstöðu að skrá eins marga dómara og hægt er.

Afturelding – 3C + 2 B
Ármann –  2C + 1B
Björk – 2C + 1B
Fjölnir – 1C
Fram – 1C
Grindavík – 1C
Höttur – 1C
Keflavík – 4C + 3 B
Selfoss – 3C + 2 B
Þór – 1C

Vinsamlegast skráið dómarana í meðfylgjandi skjal og sendið á helgiflex@gmail.com

domaraskraning

Reglur og keppnisfyrirkomulag

Keppt verður með Daedo rafbrynjur. Keppendur þurfa að vera með sérstakar hlífar til að skynjarar í brynjunni geti gefið stig. Eitthvað af hlífum verður til láns á mótinu. En TKÍ selur þær einnig á 5.000kr. Í flokkum þar sem eru 4 keppendur eða fleiri skal keppt um bronsverðlaunin. ATH að þessar reglur eru birtar með fyrirvara um breytingar vegna fyrirhugaðs dómaranámskeiðs um helgina.

Hlífar

Keppendur þurfa að vera með eftirfarandi hlífar á sér.

  • Hjálm
  • Brynju (TKÍ útvegar brynjur)
  • Ristarhlífar með skynjara (hægt verður að versla eða fá lánað á mótsstað)
  • Sköflungshlífar
  • Framhandleggshlífar
  • Hanska
  • Punghlíf (kk)
  • Tannhlíf (allir keppendur í junior, senior og superior. Keppendur í barnaflokkum 12-14 ára þurfa ekki að vera með tannhlíf þótt það sé hvatt til þess).

Ef keppandi hefur ekki viðkomandi hlífar á sér fellur hann sjálfkrafa úr leik.

Stigagjöf

Gefin verða 1-4 stig fyrir eftirfarandi tækni

Eitt stig er gefið fyrir:

  • Spark í brynju með löglegri tækni. Skynjari í brynju og ristarhlíf keppenda metur hvort höggið hafði verið nægilega fast og nákvæmt.
  • Högg í brynju með löglegri tækni. Hornadómarar meta hvor höggið hafi verið nægilega fast og nákvæmt.

Tvö stig eru gefin fyrir:

  • Snúningspark í brynju með löglegri tækni. Skynjari í brynju og ristarhlíf keppenda metur hvort höggið hafði verið nægilega fast og hornadómarar meta hvort um snúningsspark hafi verið að ræða og gefa þá aukastig fyrir viðkomandi tækni.

Þrjú stig eru gefin fyrir:

  • Spark í höfuð með löglegri tækni. Hornadómarar meta hvor höggið hafi verið nægilega fast og nákvæmt. Höfuðsnerting er bönnuð í barnaflokki (12-14 ára) og í junior (15-17 ára) er ekki full höfuðsnerting.

Fjögur stig eru gefin fyrir:

  • Snúningsspark í höfuð með löglegri tækni. Hornadómarar meta hvor höggið hafi verið nægilega fast og nákvæmt og  hvort um snúningsspark hafi verið að ræða og gefa þá aukastig fyrir viðkomandi tækni. Höfuðsnerting er bönnuð í barnaflokki (12-14 ára) og í junior (15-17 ára) er ekki full höfuðsnerting.

Lengd bardaga

  • Lengd bardaga í barnaflokkum (12-14) eru 2×2 min með 30 sek á milli lotna.
  • Lengd bardaga í juniorflokkum (15-17) eru 3×2 min með 1 min á milli lotna.
  • Lengd bardaga í senior (18+)- og superiorflokkum (30+) eru 3×2 min með 1 min á milli lotna.

Ef annar keppandi er með 12 stiga mun áður en síðasta lota á að hefjast þá er ekki keppt síðustu lotuna og sigurvegari skal úrskurðaður. Einnig ef 12 stiga munur verður í síðust lotu bardagans þá skal bardagai stöðvaður.

Passi og keppnisleyfi

ATH að félög verða að vera skuldlaus við TKÍ fyrir starfsárið 2011. Keppendur þurfa að vera skráðir í félagakerfi ÍSÍ, Felix, eða annað viðurkennt skráningarkerfi og uppfylla aðrar kröfur ÍSÍ um keppni. Keppendur skulu mæta með TKÍ passann sinn. Þeir sem hafa ekki sótt passann sinn ennþá geta fengið hann hjá TKÍ á mótinu.

 

.