Fræðslunefnd TKÍ (tki@tki.is) er nú í mótun.

 
Fræðslunefnd TKÍ hefur umsjón með og skipuleggur fræðslumál TKÍ og annast menntun þjálfara.
 
Fræðslunefnd skal sjá um að útbúa sérgreinaþátt fyrir fyrir þjálfaramenntun ÍSÍ þannig að unnt sé að halda námskeið í öllum þrepum þjálfaramenntunar ÍSÍ fyrir Taekwondo.
 
Fræðslunefnd skal sjá um að auglýsa og halda reglulega námskeið fyrir þjálfara. Þjálfaranámskeið skulu vera merkt inn á dagatal TKÍ.
 
Fræðslunefnd skal sjá til þess að framhaldsnámskeið verði í boði fyrir íslenska þjálfara, s.s. með því að útbúa innlend námskeið eða með aðkomu erlendra fyrirlesara.
 
Fræðslunefnd er heimilt að styðja við aðila sem halda námskeið ætluð Taekwondo þjálfurum og dómurum á Íslandi svo sem með því að auglýsa þau upp og merkja inn á dagatal TKÍ.
 
Fræðslunefnd skal sjá um fræðslu leiðtoga, þjálfara og stjórnarmanna TKÍ og aðildarfélaganna varðandi innra og ytra umhverfi íþróttarinnar. Stefnt skal að því að halda námskeið í tengslum við stjórnarskipti hjá TKÍ og aðildarfélögunum.
 
Fræðslunefnd skal sjá um foreldrafræðslu TKÍ. Fræðslan skuli taka á hagnýtum atriðum varðandi íþróttina, svo og hvað fylgir því að vera íþróttaforeldri. Tekið skal tillit til aldurs og gráðu barna, en efnið skal m.a. ná yfir beltapróf, innlend og erlend mót, dómgæslu og reglur, hlífðarbúnað og öryggisatriði, skyldur og sjálfboðaliðastarf, hagnýta næringarfræði og æfingar í heimahúsum og grunngildi íþróttarinnar.
 
Fræðslunefnd skal sjá til þess að þjálfarar og aðrir innan vébanda TKÍ hafi reglulega aðgang að skyndihjálparnámskeiðum.
 
Fræðslunefnd skal halda skrá yfir alla þá sem hafa lokið þjálfaramenntun hér á landi eða erlendis, ásamt þeim námsstigum / námsskeiðum sem þau hafa lokið og hvenær þeim var lokið.
 
Fræðslunefnd skal annast endurmenntun þjálfara.
 
Fræðslunefnd skal stuðla að því að þjálfarar allra aðildarfélaga hafi viðunandi menntun, þar með talin þjálfaramenntun ÍSÍ.
 
Fræðslunefnd skal standa fyrir leiðtogamenntun og annast útgáfu námsefnis.
 
Fræðslunefnd skal afla og miðla upplýsingum um þjálfun og námskeið erlendis og stuðla að því að innlendir þjálfarar öðlist æskileg alþjóðleg þjálfararéttindi s.s. ETU Coach réttindi.
 
Fræðslunefnd skal sjá um útgáfu almenns fræðsluefnis um Taekwondo á íslensku fyrir byrjendur og þá sem ekki geta nýtt sér erlent fræðsluefni.
 
Fræðslunefnd skal leita samþykkis stjórnar TKÍ varðandi fjárútlát, ef kemur til álitamála, og í stórum málum svo sem af hverjum námskeið og námsgögn skulu keypt.
 
Fræðslunefnd verður skipuð til tveggja ára í senn. Ný fræðslunefnd tekur til starfa að loknu síðasta viðburði vetrarins. Fráfarandi fræðslunefnd ber ábyrgð á að ný fræðslunefnd fái allan þann stuðning er þarf til þess að skiptingin gangi snurðulaust.
 
Stjórn TKÍ áskilur sér rétt til að leggja niður nefndir ef upp kemur óleysanlegur ágreiningur milli nefndarinnar og stjórnar. Stjórnin áskilur sér einnig rétt til að hafa yfirumsjón með öllum nefndum sem starfa í umboði hennar og búist er við náinnar samvinnu og uppbyggilegum samskiptum með grunngildi Taekwondo að leiðarljósi.