Formin á Íslandsmóti í 4.-1. kup flokki og parakeppni

By:

Íslandsmót í tækni 29 október kl11.
Tvær umferðir verða í einstaklings- og parakeppni í poomsae. Áður var auglýst að ef keppendur væru 20 eða fleiri yrðu 3 umferðir, fallið er frá því og verða 2 umferðir í neðangreindum flokkum. Ennfremur gera allir keppendur (einstaklings og para)  1 form í bæði undanúrslitum og úrslitum.

Fyrirspurn barst um hvort keppa megi upp fyrir sig í aldri og belti í parakeppni. Þeir sem náð hafa 12 ára aldri mega skrá sig í eldri flokk i í parakeppni. Ennfremur má annar aðili í parakeppni keppa upp fyrir sig í belti.
Í dag voru form dregin fyrir 4.-1. kup flokkinn í einstaklingskeppni og í parakeppni.
Hér koma niðurstöður:

Einstaklingskeppni 9.-5. kup:
1. Umferð: frjálst val um form frá (1)  il jang – (7) Chil jang
2. Umferð: frjálst val um form frá (1)  il jang – (7) Chil jang

Einstaklingskeppni 4.-.1. kup:
1. Umferð: (9) Koryo
2. Umferð: (5) Oh Jang

Einstaklingskeppni 1. dan+:
1. Umferð: Form verða dregin og birt á vef TKÍ 24. október
2. Umerð: Form verða dregin og birt á vef TKÍ 24. október

Parakeppni 9 -5. kup:
1. Umferð: frjálst val um form frá (1)  il jang – (7) Chil jang
2. Umferð: frjálst val um form frá (1)  il jang – (7) Chil jang

Parakeppni 4. kup+:
1. Umferð: (6) Yook Jang
2. Umferð: (4) Sah Jang

Gangi ykkur vel.
Með von um góða þátttöku.

Írunn mótstjóri