7-9. desember1-20171208_155924 s.l. var haldið Evrópumótið í taekwondo bardaga. Mótið var haldið í Sofiu, Búlgaríu. Hátt í 40 Evrópuþjóðir tóku þátt á mótinu og Ísland sendi tvo keppendur. Meisam Rafiei (Ármann) keppti í -58kg flokki og Kristmundur Gíslason (Keflavík)  keppti í -80kg flokki. Báðir eru þeir með sterkarki keppendum landsins í taekwondo og hafa mikla reynslu af erlendum mótum.

Meisam keppti á fyrsta keppnisdegi og mætti ungum keppanda frá Grikklandi. Meisam byrjaði vel og stjórnaði bardaganum vel. Hann fékk þó á sig nokkur stig og refsistig í seinni hluta bardagans sem leiddi til þess að bardaginn fór í auka gullstigslotu. Í gullstigslotu vinnur sá sem skorar fyrsta stigið og því miður varð Grikkinn fyrri til að komast á töfluna og sigraði því bardagann og Meisam úr leik.

Næsta dag keppti Kristmundur og mætti keppanda frá Þýskalandi í fyrsta bardaga. Kristmundur stjórnaði bardaganum frá upphafi og sigraði 11-9. Í næsta bardaga mætti Kristmundur keppanda frá Tyrklandi. Kristmundur byrjaði vel, átti góðar sóknir og Tyrkinn átti ekki svör við því sem Kristmundur bauð honum. Í seinni hluta bardagans komst Tyrkinn yfir og sigraði bardagann. Lokatölu voru 9-4.

Góð reynsla fyrir þessa öflugu keppendur sem undirbúa sig nú fyrir Norðurlandamótið og opna bandaríska meistaramótið sem haldið verður í janúar.