Ársþing TKÍ verður haldi 8 maí 2014

By:

 

tkilogo183_90

Ársþing TKÍ verður haldi 8 maí 2014 í  fundarsal E, hjá ÍSÍ  Engjaveg 6
Dagskrá fundar
1. Þingsetning.
2. Kosning 1. og 2. þingforseta.
3. Kosning 1. og 2. þingritara.
4. Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.
5. Ávörp gesta.
6. Álit kjörbréfanefndar.
7. Skýrsla stjórnar lögð fram.
8. Endurskoðaðir reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar.
9. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
10. Kosning þingnefnda.
11. Þingnefndir starfa.
12. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.
13. Þjónustugjald ákveðið. Þjónustugjaldið er nefskattur, sem innheimtist af félögum/deildum miðað við skráða iðendur árið á undan skv. starfsskýrslum ÍSÍ.
14. Tillögur um breytingar á lögum TKÍ teknar til umræðu og afgreiðslu,
15. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði teknar til umræðu og afgreiðslu.
16. Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem komið hafa fram á þinginu og þingmeirihluti leyfir.
17. Kosningar:
– stjórn og varastjórn, sbr. 10. grein
– 2 skoðunarmenn reikninga.
– fastanefndir sem starfa milli taekwondoþinga.
– fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ fer fram.
18. Þingslit.
Þess ber að geta að undirritaður Richard Már Jónsson mun ekki gefa kost á sér í formansembættið og kemur því til kosningar á nýjum formanni.
Einnig mun koma til kostninga á tveimur stjórnarmönnum til tveggja ára og einum til einsárs. semsagt fjórir núverandi stjórnarmenn munu hætta í stjórn TKÍ.
Það hafa komið fram óskir að taka inn á þingið hugmyndir að breytingum á Íslandsmeistaramótunum í þá veru að skipta þeim á tvo daga og vera með sér Íslandsmeistaramót fyrir lægri belti og annað fyrir hærri belti. Þar sem stigagjöf til Íslandsmeistar yrði ekki sú sama td. tvöfallt fleirri stig að vinna hærribelta mótið en lægribelatmótið. Hugmynd af útfærslu á þessu og reglugerð varðandi mótahald verður send út fljótlega.
Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig og óska ég nýjum formanni velferðar í starfi.
Með Kveðju
Richard Már Jónsson
Formaður Taekwondosambands Íslands