Ársþing TKÍ 2022 og ný stjórn

By:

Ársþing TKÍ fór fram þann 22. mars í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Lilja Ársælsdóttir formaður setti þingið og var Hörður Þorsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaður fundarstjóri.

Úlfur H. Hróbjartsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði þingið og ræddi um ómetanlegt starf sjálfboða í íþróttahreyfingunni ásamt því að minna á hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir hvert öðru innan hreyfingarinnar.

Rúmlega 30 þingfulltrúar sóttu þingið frá 11 aðildarfélögum.

Endurskoðaðir reikningar og starfskýrsla fyrir árið 2021 ásamt fjárhagsáætlun voru ekki lögð fram þar sem ekki náðist að klára þessi mál fyrir þingið.

Formaður gaf kost á sér til endurkjörs á móti Snorra Hjaltasyni. Snorri var kosin formaður.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir inn, þau Einar Carl Axelsson og Sylvía Speight.

Þrír varamenn voru kosnir inn. Þeir eru Selma Hafliðadóttir, Bjarki Kjartansson og Helgi Rafn Guðmundsson.

Líflegar og á tímum heitar umræður áttu sér stað um önnur mál.

Samþykkt var að fresta þingi til 5. apríl til að klára þau mál sem ekki var hægt að afgreiða á þinginu.

Á framhaldsþinginu þann 5. apríl var fyrirhugað að fyrri stjórn myndi skila af sér ársreikningi, fjárhagsáætlun og starfskýrslu en því miður var ekki búið að klára þessi mál og samþykkt var að ný stjórn myndi taka þessi mál fyrir þegar gögnin hafa skilað sér.

Á fyrsta fundi stjórnar voru eftirfarandi aðilar skipaðir í embætti:

Sylvía Speight varformaður

Sigursteinn Snorrason ritari

Einar Carl Axelsson gjaldkeri

Eduardo Rodriguez meðstjórnandi