Kæru TKD félagar og forráðamenn,

Æfingar hefjast 29 ágúst samkvæmt stundaskrá – engar breytingar frá því á síðustu önn nema að í september verður að öllum líkindum boðið upp á auka æfingar fyrir framhaldshóp barna og eru þeir tímar þá til viðbótar við þá sem eru á stundarskrá (telur ekki í mætingaskyldu).

Æfingagjöld:

Kríli                        12.500   3-6 ára

Börn 1                   15.000   byrjendur

Börn 2                   15.000   (börn sem hafa orange belti og hærra)

Unglingar            19.000

Fullorðnir           21.000    (2 fullorðinshópar – 30 ára + hópurinn og meistaraflokkur sem eru blá belti+)

Soobahkdo        17.000 (2 flokkar, barnaflokkur og fullorðinsflokkur)

Team eXtreme  15.000

Junior eXtreme     5.000 – nýtr flokkur.  Sérstakar æfingar fyrir framhaldshóp barna og verða þær á mán og fös kl 15:30-16. 

 Sjá æfingatöflu hér http://armenningar.is/armenningar/?D10cID=Page&ID=5&SportID=9&GroupID=

Fjölskylduafsláttur: ef fleiri en einn úr fjölskyldunni (með sama heimilisfang) æfir Taekwondo hjá Ármanni er veittur 20% afsláttur af lægsta æfingagjaldi. Afslátturinn nýtist hvort sem um er að ræða systkini eða börn og foreldra.