Nýr vefur tekin í notkun

By:

Nýr vefur TKÍ mun fara formlega í loftið von bráðar (um mánaðramótin júní/júlí).

Hann er í stöðgri mótun og eru formenn, þjálfarar, foreldrar og aðrir velunnarar Taekwondo hvattir til að senda inn tillögur að breytingum eða viðbótum til að vefurinn sé öllum til hagsbóta.

Öll félög hafa aðgang að vefnum og geta sett upp sína félagasíðu eins og þeim hentar. Einnig geta félögin sett inn fréttir, viðburði, úrslit og annað sem tengist Taekwondo. Til að sækja um aðgang er smellt á Nýskráning neðst til hægri á síðunni. Verið er að vinna í þeim hluta vefsins sem snýr að ljósmyndum og video-klippum og munu notendur einnig geta sett inn efni tengt sínu félagi af viðburðum sem þau halda.

Stefnt er að því að færa allt efnið af www.taekwondo.is yfir á TKÍ vefinn í samstarfi við Erling sem á heiður skilinn fyrir að halda uppi Taekwondo vef sambandsins í rúm 10 ár. Einnig viljum við biðja alla þá sem eiga höfundarréttarvarið efni á www.taekwondo.is að hafa samband ef þið óskið eftir því að ykkar texti verði ekki birtur á þessum vef.