Taekwondofólk ársins 2016

By:

Taekwondosamband Íslands hefur valið Svan Þór Mikaelsson og Samar-E-Zahida Uz-Zaman taekwondofólk ársins 2016.

Samar hefur um árabil verið ein allra besta taekwondokona landsins og er í hópi okkar allra bestu keppenda í formum (poomsae).  Samar er ríkjandi Íslands- og RIG-meistari í formum og keppti í haust á heimsmeistaramótinu í Perú þar sem hún náði góðum árangri.  Hún hefur lent í verðlaunasætum á öllum mótum ársins á vegum TKÍ og er einstaklega góð fyrirmynd annarra keppenda og íþróttinni til mikils sóma.

Svanur Þór hefur einnig verið einn okkar allra besti taekwondomaður um árabil og hefur löngum verið jafnvígur í formum sem og bardaga.  Svanur er ríkjandi Íslands- og RIG-meistari og hefur verið ósigrandi í bardaga undafarin ár á mótum innanlands.  Svanur keppti á heimsmeistaramóti ungmenna í bardaga í Kanada í nóvember og gekk vel í mjög erfiðum flokki.  Svanur er eintaklega góð fyrirmynd annarra iðkenda í greininni og hefur verið burðarás í velgengni Keflavíkurliðsins undanfarin ár.

Stjórn TKÍ óskar þessum tveimur keppendum innilega til hamingju með útnefninguna.

 
svanur  samar